Ertu að skipuleggja ferð? Nota Visa ferðaþjónustu
Taktu Visa öryggi og þægindi með þér.
Ferðavernd
Öryggisráð fyrir öruggt ferðalag, án tillits til hvert þú ferð.
Áður en þú leggur af stað
- Athugaðu hvort kortið sé nokkuð að renna út. Gleymið auk þess ekki að staðfesta úttektarmörk og reikningsstöðu.
- Skrifaðu niður kredit- og debetkortanúmer og tengiliðanúmer fyrir símanúmer útgefanda þíns, til öryggis.
- Tryggið að þið munið (en skrifið ekki niður) PIN-númer kortsins þíns.
- Látið kortaútgefandann vita um ferðina þína áður en þú leggur af stað til að óþekktar færslur séu ekki merktar sem grunsamlegar.
- Kaupið miða með Visakortinu þínu til verndar komi til þess að miðar týnist eða sé stolið eða seinki eða afturkalli flugfélagið flugi þínu.
Á meðan á ferð stendur
- Skiljið ekki kortin eftir án eftirlits, hvort sem þú ert í vinnu eða í slökun á hótelinu þínu og nýtið ykkur öryggishólf sem hótel býður upp á fyrir verðmæti.
- Geymið allar kvittanir. Þegar heim er komið berið þær vandlega saman við mánaðarlegt yfirlit.
- Tapist kortið mun Visa aðstoða þig við að útbúa nýtt.
Verkfæri á ferðinni
Slakið á, á meðan á ferð stendur.
Ferða- og neyðaraðstoðarþjónusta
Allir korthafar Visa Signature og Visa TravelMoney eru gjaldgengir fyrir þessa tilvísunarþjónustu, hvaðan sem er í heiminum.
Hæfir Visakorthafar geta haft samband við ferða- og neyðaraðstoðarþjónustu til að fá hjálp við að fá tilvísun fyrir læknis-, lagalega og flutningsaðstoð sem og aðrar vörur og þjónustu. Hæfir Visakorthafar geta haft samband við þjónustuna gjaldfrjálst allan sólarhringinn, allt árið.
Visa gerir allt sem það getur til að bregðast við þegar upp koma neyðartilvik - jafnvel þó þú þarfnist aðstoðar umfram þá þjónustu sem talin er upp hér. Samt sem áður getur hvorki Visa né þjónustuveitendur borið ábyrgð á framboði, notkun, kostnaði eða niðurstöðum læknisfræðilegrar, flutnings- eða annarri þjónustu.
Ferðaráð
Fylgið þessum einföldu ráðum til að nýta Visa kortið þitt á sem bestan hátt á ferðalögum.
-
Hafið samband við útgefanda Visakortsins þíns fyrirfram til að þú sért meðvituð/aður um hugsanlegar takmarkanir á daglegri úttekt reiðufjár.
-
Skráið Visakortareikninginn þinn og símanúmerin til að tilkynna týnd eða stolin kort (þ.m.t. alþjóðleg þjónustunúmer Visa alheimsþjónustu viðskiptavina) og geymið á öruggum stað öðrum en veskinu þínu eða handtösku.
-
Mælt er með að yfirfara yfirlitin þín þegar þú snýrð til baka. Farið vel yfir yfirlitin þín og hafið strax samband við útgáfubankann ef þú sérð grunsamleg eða röng gjöld.
-
Hafirðu orðið fyrir broti söluaðila á Visa reglum á stað söluaðila sem samþykkir Visa geturðu gripið til aðgerða.
Alþjóðlegur hraðbankastaðsetjari
Finnið nálæga hraðbanka hér eða á áfangastað ferðalags.
Hvernig á að leita að hraðbönkum
- Farið á www.visa.com/atmlocator eða www.visa.com/atmlocator/mobile
- Sláið inn götuheiti, borg og hérað, eða áhugaverðan stað eða veljið „Staðsetja nálægt“ á farsímanum þínum
- Smellið á „Leiðarlýsing“ til að sjá göngu- eða akstursleiðbeiningar að næsta hraðbanka
- Tilgreinið upphafsstað til að kortleggja leið þaðan sem þú ert eða frá ferðaáfangastaðnum þínum