Með snertilausu Visa korti er auðvelt og fjótlegt að borga. Ef snertilausa merkið er á Visa debetkorti eða Visa kreditkorti þínu – þá ert þú tilbúinn fyrir snertilausar greiðslur.
Þú getur fengið snertilaust Visa kort í bankanum þínum.
Fjögur einföld skref:
1. Finndu merkið
2. Berðu kortið að posanum
3. Hlustaðu eftir hljóðmerki
4. Greiðslu lokið
Þú greiðir lægri upphæðir með einfaldari hætti, fyrir kaffið, matinn, tímaritið og vörur í stórmarkaðnum. Ef vörurnar kosta minna en 5.000 kr. þarft þú ekki að slá inn pinnið. Þegar keypt er fyrir meira en 5.000 kr. þarft þú að stinga kortinu í posann og slá inn pinnið.
Þú getur fengið snertilaust Visa kort í bankanum þínum.
1. Hraði
Að greiða snertilaust tekur örfáar sekúndur!
2. Þægindi
Gáðu að merkinu fyrir snertilausar greiðslur á posanum, haltu kortinu að merkinu og borgaðu. Svo einfalt er það.
3. Öryggi
Snertilaus Visa kort byggja á sömu tækni og öll önnur Visa kort sem hafa örgjörva og pinn. Ekki þarf að slá inn pinn ef upphæð færslu er lægri en 5.000 krónur. Af og til er þó beðið um pinn innslátt þótt um snertilausa greiðslu sé að ræða. Það er til öryggis en einnig þegar upphæðin fer yfir 5.000 krónur. Greiðsluupplýsingar þínar eru vel varðar eins og á við um allar aðrar Visa greiðslur.