Kórónaveirufaraldurinn (COVID-19) hefur nú veruleg áhrif á daglegt líf og hvernig við greiðum fyrir vörur og þjónustu, sem lýsir sér m.a. í aukinni verslun á netinu og röskun ferðabókana, sem gott er að vita hvernig best sé að bregðast við.
Til að hjálpa korthöfum okkar á þessum óvissutímum viljum við benda á tiltekið úrræði sem þeim stendur til boða vegna færslna sem framkvæmdar eru með Visa kortinu þeirra og ágreiningur ríkir um, nánar tiltekið bakfærslur. Að auki er hér að finna nokkrar almennar ábendingar sem koma að gagni við hinar síbreytilegu aðstæður sem við nú stöndum frammi fyrir.